11. febrúar 2009

Nokkrar myndir af fjórhjólaralli


Hjálparsveit skáta Garðabæ stóð fyrir ráðstefnu um notkun fjórhjóla í björgunarsveitum laugardaginn 7. febrúar 2009. Góð mæting var og gaman að sjá að notkun þessara hjóla er að komast á flug í björgunarstarfi.

6. janúar 2008

Jósepsdalur og nágrenni 5. janúar


Jæja, þrettánda helgin liðin og síðasti jólasveinninn á leið til fjalla. Búin að vera frekar rólegur í vikunni en náði samt að skjótast í góða veðrinu í gær með Einari á fjórhjól. Ætluðum að taka mjög stuttan túr og rólegan í nágrenni borgarinnar en úr varð 5-6 tíma ferð og hörku "action". Jæja við renndum okkur úr bænum í brakandi blíðu, rétt við frostmark og logni.


Tókum stefnuna eftir Suðurlandsvegi og ætluðum að komast inná línu veg austan megin við hann. Lentum þó í basli með ána sem við þurftum að þvera (mjög mikið í henni v/rigninga undanfarið) og ákv. að sleppa henni. Renndum því upp á flugvöllinn við Sandskeið og tókum gamlan slóða frá grifjunum þar meðfram Vífilfellinu, kíktum á Arnarsetur (skátaskála Ægisbúa) og héldum svo áfram upp brekkurnar í átt að Bláfjöllum. Slóðin er mjög erfiður grýttur og rofin á mörgum skoðum. Það hjálpaði helling þegar ofar dró að nóg var að snjó í lægðum og giljum og gátum við brunað þar í góðu harðfenni upp brattar brekkur og gil, alveg þagnað til við komum upp á Bláfjallaveg 2 km. frá skíðasvæðinu.Þar var ákveðið að halda "næstum" sömu leið til baka enda bráðskemmtileg og tók bakaleiðin mun styttri tíma. Þegar að Sandskeiði var komið fórum við hjólaleiðina austur með Vífilfellinu upp að mótórhjólabrautinni við Jósepsdal. Keyrðum inn í Jósepsdal og vorum á leið til baka út úr dalnum þegar Einari datt í hug að kíkja upp gilið sunnan megin sem liggur uppað Sauðadalshnúkum. Gilið er venjulega ófært fjórhjólum en mótorkross hjól fara það oft á sumrin. Við fórum það núna enda snjór sem hjálpaði okkur upp meirihlutann. Það þurfti að taka á stóra sínum síðustu 20 metrana upp gilið og hjálpuðumst við að með það.Þegar upp var komið stoppuðum við hjá gömlu A skála sem er við það að hverfa en ég man eftir að einhverjir skátar höfðu gist þar í þá gömlu góðu.. Jæja, komnir upp og því ekki annað að gera en að finna leið niður. Tvö mótórhjól komust upp á sama tíma og við og fóru niður sunnan megin (Svínahraunsmegin). Þar sem ég hafði farið þá leið einu og hálfu ári áður þá ákv. við að reyna. Úr varð heljarskemmtun enda gilið tölvuvert breytt og skornara og á mörkunum fyrir fjórhjól. Líka var snjór í hlíðinni sem þurfti að skera í hliðarhalla og hékk Einar á hjólinu hjá mér yfir þann kafla. Tvö fjórhjól komu á eftir okkur upp, en ákv. að fara niður annars staðar. Við hjóluðum svo að Ólafsskarði en þar stendur gamall skáli Skíðadeildar Ármans, en við skátar köllum Skæruliðaskálann eða Skæra. Þar á ég margar góðar og skemmtilegar minningar enda gisti þar oft sem ungur skáti. Skálinn er algjörlega ónothæfur en stendur enn og væri frábært að hafa þarna nothæfann skála. Að þessu loknu hjóluðum við austur eftir Svínahrauni fram hjá Eldborg og út á þjóðveg. Enduðum á Litlu kaffistofunn í kakó og smá bakkelsi en þar er gott að stoppa aðeins og líta yfir daginn.Fleiri myndir í fjórhjóla myndaalbúminu.

21. desember 2007

Ný síða í vinnslu

Jæja, fyrir myndaþyrsta og áhugasama er nú hægt að skoða nýja mynda- og bloggsíðu hjá mér. Áfram mun ég þó setja inn fjórhjólatengt efni á þessa síðu en myndir og efni sem ég deili hér með ykkur verður í raun geymdar á nýju síðunni. Bein slóð á hana er www.123.is/gylfigylfason en einnig er linkur hér niðri vinstra megin á hana.
Auðvitað hlaut að koma að því að einhver rak augun í góðar fjórhjólamyndir og má sjá í 24 stundum 21. des. á bls. 48 nokkrar góðar myndir og umfjöllun um Canam ferð á Skjalbreið í byrjun desember þar. Einnig er hægt að sækja blaðið hér á pdf. formi.
Gylfi Þór

20. desember 2007

Topp 20 listinn


Smá misnotkun á aðstöðu. Eins og flestir vita sem þekkja mig tek ég svolítið af myndum. Ég hef nenfilega ekki bara gaman af því að hjóla, ég hef hreinlega almennt gaman af útivist, ferðalögum, göngum o.s.frv. Ákvað í tilefni hátíðarinnar að deila nokkrum góðum myndum sem ég á. Byrja á því að skella inn nokkrum landslagsmyndum og bæti kannski við nokkrum skemmtilegum mannlífsmyndum síðar. Njótið vel. Fjórhjólamyndir koma strax og við förum í næsta túr.
GÞG

10. desember 2007

Skjaldbreiður 8. desember 2007 - Can am klúbburinn


Laugardagurinn 8. desember líður mér seint úr minnum. Við hittumst kl. 10 við N1 í Mosó og var stefnan tekin á Þingvelli. Þaðan lögðu 12 hjól bæði Outlander og Renegade + eitt á beltum. Stefnan var tekin á Skjaldbreið og ekki leið á löngu áður en við vorum komnir að rótum hans í ægifögru veðri . Færið var gott fyrir hjólin og við flugum upp á topp. Þaðan var svo haldið niður austan megin eftir smá leik í gígnum. Þar sem tíminn var góður og við höfðum góð birtuskilyrði var ákveðið að taka Langjökul líka. Var það gert með góðri hálp nokkurra vélsleðamanna sem seldu þeim sem voru lítið bensín af birgðum sínum.

Það gekk fínt að bruna uppá jökul og á hæsta punkti var tekin smá pása. Þar skiptist hópurinn og fór hluti niður aftur austan megin að Geysi en við hinir tókum stefnuna á Kaldadal. Það var smá snjór í Kaldadal og var aðeins verið að leika sér á leið inn að Þingvöllum. Þangað vorum við komnir í svartamyrki og stjörnubjörtu um kl. 18 og drifum við okkur í bæinn.

Allt gekk þetta áfallalaust fyrir sig utan þess að að bremsurnar á einu Renegade hjólinu ofhitnuðu aðeins. Tvímælalaust algjör Toppferð. Myndir hér.

24. nóvember 2007

24. nóvember Hólaskógur - Hekla

Stuð ferð með 18 outlander félögum, þarf af nokkrum útlendingum. Við Einar lögðum af stað klukkan 8 um morgunin frá Garfarvogi í björtu, fallegu en köldu veðri. Keyrðum á hjólunum inn að Hólaskógi þar sem hópurinn var saman komin og ferðbúin um kl. 10:30.
Ekki að spyrja að því að ferðin var mesta ævintýr, Ein velta, einn skilin eftir, sprungið dekk x 2 og fleira + fullt af snjó. Meira um það síðar en hér eru myndir.
Gylfi

29. október 2007

Mótormaxferð 28. október 2007

Frábær ferð í enn betra veðri með 14 fjórhjólaköppum á 13 hjólum. Farin var leiðin frá Hafravatni yfir á Reykjafell, þar niður og inn Skammadal og inní Reykjadal. Keyrt var þjóðveginn að Skálafelli og ekið í smá snjó í brekkunum upp og endað úti á Skálafellsöxli. Svo var haldið niður og aðeins austur og ekið inn leiðina í Hvalfjörð.
Þegar komið var að Vindáshlíð var beygt til vesturs og ekið inn Svínadal og upp Svínaskarð við stórbrotnar aðstæður. Þar var svo farið niður vestur megin og ekið með Esjunni innað Kollafirði þangað sem ekið var eftir þjóðvegi 1 uppá KFC í Mosó, þar sem leiðir skyldu.
Gylfi Þór