29. október 2007

Mótormaxferð 28. október 2007

Frábær ferð í enn betra veðri með 14 fjórhjólaköppum á 13 hjólum. Farin var leiðin frá Hafravatni yfir á Reykjafell, þar niður og inn Skammadal og inní Reykjadal. Keyrt var þjóðveginn að Skálafelli og ekið í smá snjó í brekkunum upp og endað úti á Skálafellsöxli. Svo var haldið niður og aðeins austur og ekið inn leiðina í Hvalfjörð.
Þegar komið var að Vindáshlíð var beygt til vesturs og ekið inn Svínadal og upp Svínaskarð við stórbrotnar aðstæður. Þar var svo farið niður vestur megin og ekið með Esjunni innað Kollafirði þangað sem ekið var eftir þjóðvegi 1 uppá KFC í Mosó, þar sem leiðir skyldu.
Gylfi Þór

Engin ummæli: